Maður lést úr ofneyslu, efnum kennt um.

Efnaður maður lést úr ofneyslu, jólum kennt um.

 Var úti í Svíþjóð yfir jólin (24-25des) og hafði skömmu fyrir jól heyrt að skuldir heimilanna á íslandi væru um 1400 miljarðar króna. Hafði orð á þessu við Móður mína og tengdamóður bróður míns og þær sögðu að það væri svipað og í Svíþjóð, svo rönkuðu þær við sér því Svíar eru jú 30 sinnum fleiri en Íslendingar.

 Meðal íslendingur skuldar því 30 sinnum meira en meðal svíi. Er þetta eðlilegt? Maður og Kona sem ég þekki persónulega keyptu sér 1Ha lóð rétt fyrir austan Selfoss á 3miljónir og bróður sömu konu keypti sér nokkurhundruð fm lóð í kópavogi á 15 miljónir. Það er ekki það gott að búa í Kópavogi, sama hvað Gunnar I. Birgisson segir, að það þurfi að punga út 15 miljónum fyrir lóð í því sóttabæli. 

Mér satt að segja blöskrar sú efnishyggja sem svífur yfir vötnum hér í höfuðborginni. Ég álpaðist í smáralindina til þess að kaupa afmælisgjöf í dag og það virtist vera almenn sturlun í augunum á fólki, kaupgeðveiki og neyslubrjálæði hvarvetna- og svo fannst mér eins og fólk væri almennt feitara en mig minnti...

 Hefur einhver tekið eftir þessu sama eða þarf bara að eyða svona eins og 4 mánuðum í landi þar sem almenningssamgöngur eru að sligast undan álagi og second-hand búðir eru með vinsælli verslunum, þar sem kolaportsmarkaðir á netinu velta sem aldrei fyrr og bílprófsaldurinn er ekki ávísun á ökuskirteini?

Þar sem ég er í námi mætti nokkur hópur galvaskra íslendinga í haust og þótti þeim skrítið að nýútskrifaður verkfræðingur fengi "aðeins" um 250þúsund í byrjunarlaun eftir útskrift. Væri ekki nær að athuga skiptingu launanna og hvernig þau nýtast, í stað þess að vera slást um hver er með flesta hundrað þúsundkalla í laun. NB. kennari í sama landi er með um 200þús á mánuði, hvernig væri ástand ef kennarar á íslandi gætu farið fram á sambærileg laun og verkfræðingur, segjum 350þúsund á mánuði strax eftir ústkrift? Allir kennarar væru að vinna í bönkum býst ég við...(hér eru svo Launatöflur frá KÍ).

 Rafurmagnað alveg hreint


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand

Góð hugvekja, þökk fyrir.

Heidi Strand, 28.12.2007 kl. 21:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband