Um nýtingu umferðarmannvirkja til hjólreiða.

Þeir sem skrifa hvað mest um hag hjólreiðamanna hafa margt gott til málanna að leggja. Mér finnst hins vegar, svona utanfrá litið, að það sé ekki að komast til skila hvað þarf að gera.

 Að mínu mati og af minni reynslu af hjólreiðum í borg (Gautaborg nánar tiltekið) þá gleymist það oft í umræðunni að hjólastíga má leggja á gangstíga án þess að erfiðleikar hljótist af. Það má líka leggja hjólreiðastíga á akvegi, jafnvel eftirá, án þess að skaði hljótist af. Sú leið sem ég hjóla daglega telur tæpa 9km og á henni blandast öll umferð á einhverjum tímapunkti. 

Mér finnst líka skrítið að halda því fram að hjólreiðafólk eigi ekki samleið með annarri umferð og að það þurfi nauðsynlega að aðskilja alla.

Tökum sem dæmi leiðin um Öskjuhlíðina og meðfram ströndinni út á Seltjarnarnes. Þetta er vissulega þröngur stígur, en þar eru gangandi og hjólandi samferða án teljandi vandræða. Leiðin frá Hafnarfirði í gegnum Garðabæ og yfir á Kársnesið í Kópavog. Þar fylgjast að gangandi, hjólandi og keyrandi- en á þeirri leið bráðvantar merkingar (altént síðasta sumar þegar ég hjólaði þar).

Hjólreiðafólk þarf heldur ekki að fylgja öllum umferðaræðum- í rauninni er það ekki það sem hinn hjólandi maður kærir sig um. Það er ekki alltaf besta leiðin sem bílarnir keyra. Ég kæri mig ekki um að hjóla í nánasta nágrenni við bíl á 80 km hraða, en það skiptir mig minna máli ef hann er á 30-50 km hraða.

 Hér í Gautaborg eru hjólastígar oft lagðir um íbúðarhverfi, þar sem er lítil og/eða hæg umferð, þar sem umferðarmannvirki eru fyrir og lagningar nýrra leiða er óþörf. Það er ekkert því til fyrirstöðu að gangandi og hjólandi fólk noti sama stíg- það eins sem þarf eru merkingar, það er heldur ekkert því til fyrirstöðu (nema pólitískur vilji) að gera eitthvað í þessum málum.

 Skorum á sveitarfélög og Borgarstjórn að vinna saman að þessu, standa við ákvarðanir og viljayfirlýsingar um bætt lífsgæði!


mbl.is Akvegirnir tvöfaldaðir en hvar eru hjólreiðastígarnir?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Landssamtök hjólreiðamanna

Já það er alveg rétt að hægt sé já kannski einna best að hjóla eftir tiltölulega rólegum götum.  Miklu frekar efla hjólreiðar á rólegum götum en að stefna að því að fá hjólreiðamenn í enn frekari mæli á  mjóum stígum með blindhornum, möl, glerbrotum og hundum.

Það sem LHM, Landssamtök hjólreiðamanna, leggur áherslu á núna er annarsvegar þjálfun til þess að hjóla í umferð, og hinsvegar auðrataðir, sýnilegir og greiðar hjólabrautir sem valkost við stofnbrauta í þéttbýli.  Eins og kemur fram í greininni, reyndar.   Ef breiddin er nægileg og lítið um krappar beygjur og vegalengdin mikil, er gefið mál að samnýta stíga fyrir hjólandi og gangandi. Helst þó með því að aðskilja. (Morten)

Landssamtök hjólreiðamanna, 26.5.2008 kl. 10:38

2 Smámynd: Magnús Bergsson

Ég get verið sammála mörgu sem þú segir, og vísa því í blogg mitt um þessi greinaskrif á MBL. http://mberg.blog.is/blog/mberg/entry/551280/

 

Það er nauðsynlegt að leggja aðgreindar hjólreiðabrautir meðfram stofnbrautum höfuðborgarsvæðisins. Ef lögð er stofnbraut fyrir ökumenn þá er það gert til að stytta mönnum leið og tíma milli staðar A og B. Það saman gildir um hjólreiðamenn. Þeir þurfa greiðar og beinar leiðir án hindrana ef hjólreiðar eiga að vera samkeppnishæfar gagnvart bílum.  Enn í Reykjavík er ekki einu sinni að finna gangstéttir meðfram sumum hraðbrautum.  Þessi staða er einfaldlega galin og ömurlegt skipulagsslys. Ef menn ætla að bjarga málunum eftir á þá gerist það ekki nema með miklum kostnaði sem hefði verið mun lægri ef farið hefði verið í lagningu hjólreiðabrauta samtímis akbrautinni. Má þar nefna Reykjanesbraut og Vesturlandsveg.

 Auðvitað geta gangandi og hjólandi nýtt sömu stíga. Má þar nefna stíga sem vonandi verða einhveratíma að veruleika á þessari öld, eins og austur á Selfoss eða Hvolsvöll. Þar má væntanlega búast við hóflegri umferð sem ekki mundi valda slysahættu milli gangandi og hjólandi vegfarenda. Sama gildir um marga útivistarstíga. En þegar umferð er orðin mikil eða þegar hönnunarforsendur stíga taka ekki mið af hraðri hjólaumferð þá eiga gangandi og hjólandi ekki samleið. Gildir þar sama lögmálið og að ökumenn eiga ekki samleið með hestamönnum. Til að ákveða hvenær og hvar ætti að aðgreina slíka umferð  þarf stundum að hafa framtíðarsýn, metnað og skipulagsvit. Það hefur yfirleitt skort á Íslandi, ekki síst þegar kemur að þessum málum. Auðvitað eiga hjólreiðamenn að hjóla úti á götu. Þar eru þeir sýnilegir, vegir sléttir og beinir. Að auki eru akbrautir þær lífæðar sem allir þekkja og vita hvert liggja. En umferðarelítan hjá Umferðarstofu og Lögreglu hugsar fyrst og fremst um bætt aðgengi bíla og hafa einhvernvegin komið því ofan í almenninga að öruggast sé að hjóla á gangstéttum. Hugsanlega svo þeir sjálfir fái meira rými fyrir bíla sína á akbrautum. Við það bætist að nú eru  gangstéttir og útivistarstígar kallaðir “hjólastígar” í opinberri umræðu þó hönnunarforsendur gefi ekkert slíkt til kynna. Því miður þá er öll umræða í skötulíki og hjólreiðafélöginn þurfa stöðugt að eyða kröftum sínum í varnarbaráttu fremur en í uppbyggjandi starf hjólreiðum til heilla.

Magnús Bergsson, 26.5.2008 kl. 18:52

3 Smámynd: Ragnar Fletcher Markan


Ég þakka athugasemdirnar og það er gott að heyra að fleirum finnst þessu ábótavannt. Ekki amalegt að sjálf LHM sjái vert að skrifa athugasemd, sem og sjálfur Mberg- ókrýndur konungur hjólreiðamanna á Íslandi.

Ragnar Fletcher Markan, 27.5.2008 kl. 05:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband