Það má vera að þeir birti skeleggar fréttir en hvað er með allar þessar auglýsingar? Hvers vegna þarf ég að bíða í lengri tíma eftir því að einhverjar auglýsingar, sem ég hef ekki vitundar áhuga á að sjá, hlaðist(Talandi um vandamál í nútímasamfélagi- vefsíða sem er lengi að hlaðast... ).
Þetta hefur orðið til þess að ég er svo til hættur að fara inná mbl.is til þess að sækja mér fréttir úr daglegu lífi. Ég hef snúið viðskiptum mínum til ruv.is fyrir innlendar fréttir og bara hvert sem er fyrir aðrar fréttir. Ég bara stend ekki í þessu.
Neytandinn nútímans er kollkeyrður af allskyns óþarfa, kaupið þetta kaupið hitt annars ertu ekki maður með mönnum... Ég fjárfesti í gönguskóm í gær, óþarfi? Jah... ég á götótta gönguskó sem ég keypti árið 2000, hefði svo sem geta gengið í þeim og verið í plastpoka utan um sokkana. Ég neyti, ég er neytandi og ég skammast mín ekkert fyrir það. En hversvegna ætti ég að þurfa kaupa mér tölvu einu sinni á ári, myndavél á tveggja ára fresti og bíl helst einu sinni á 3 ára fresti? Ég hef ekki átt bíl í 4 ár núna, en ég á fimm hjól og ekkert sjónvarp!
Talandi um skó. Ég keypti mér líka svona herraskó um daginn. Ég hef ekki keypt mér slíka skó í næstum 10 ár bráðum. Hversu miklu er hent? Hversu margir keyra ruslapoka af skóm í sorpu eða rauðakrossinn á hverju ári? Ég er byrgur af skóm næstu 10 árin held ég. Hversu mörgum bílum er fargað (já fargað) á hverju ári á Íslandi- það er alþekkt staðreynd að í stað þess að selja notaða bíla þá er þeim fargað. Maður græðir nefninlega meira á því að selja nýja bíla. Það má svo ræða það hvort það sé ekki betra fyrir umhverfið að keyra á nýjum bíl, en það er ekki mergurinn málsinns hér.
Þessi gengdarlausa neysla er fáránleg og undrrót bæði verðbólgu og lána-fangelsisinns sem Íslendingar búa við. Ég ætla mér að vera meðvitaður neytandi héðanífrá. Ég ætla að spara mér fyrir því sem mig langar til að kaupa mér, veri það hjól, íbúð eða matur.
Ég ætla ekki einu sinni að byrja á þessu með matvöruverð á íslandi, keypti kíló af flökuðum þorski hér í svíþjóð á 800 kall? Hvað kostar það heima, ég er ekki alveg með puttann á púlsinum þar.
reit hér rafurmagnaður Ragnar.
Bloggar | 5.5.2007 | 08:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Rakst á magnaða síðu sem mig langar til að deila með mér: http://geektechnique.org
Hollendingur, nörd. Gerir einhverjar mögnuðustu breytingar og viðbætur á hinum hversdagslegustu hlutum og útkoman er ótrúlega skemtilegir og "nytsamlegir" hlutir.
Dæmi um breytingar og nýsmíði:
iPodhleðslutæki á hjólið sitt (Hollendingur já...)
Skiptu út harða disknum í iPod mini fyrir 16 GB flash minni.
Búðu til inrauða myndavél úr gömlu digitalvélinni þinni
Audio-visualizer úr Mac Se/30
Neðansjávar vefmyndavél
Listin er engan vegin tæmandi. Það er bara að taka fram skrúfjárnið og lóðpennan.
Bloggar | 9.4.2007 | 21:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég held þetta til marks um það, hversu hjónaband ríkis og kirkju er úrelt fyrirbæri. Páskar eru ekki eitthvað sem er íslendningum ofarlega í huga þegar kemur að trú. Páskar þýða bara frí, páskaegg og skemmtanir á landsbyggðinni.
Ef þúsund íslendingar fengju spurninguna:" Hvers vegna er haldið uppá páskana og hvað gerðist á þessum dögum?" Er ég hræddur um að ekki margir gætu svarað. Einhverju yrði svarað. Vissulega. En að það væri rétt, og að atburðir væru tengdir við rétta daga, það er ég ekki svo viss um. Ég held ég þurfi að fletta þessu upp við tækifæri, en ekki núna. Ég er nefninlega í páskafríi!
![]() |
Fáránlegt að úrslitakvöld Fyndnasta manns Íslands sé á föstudeginum langa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 4.4.2007 | 07:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Svartsýni gærdagsinns, goróttur svefninn í nótt og gleðin í morgunsárið! Til hamingju Ísland. Það er bara að vona að þessi sigurganga haldi áfram í þingkosningunum komandi. Ég held að hvernig sem fer, þá verður Framsóknarpilsnerinn að hverfa svo við getum farið að ganga í ESB, niðurgreiða rafmagn til GARÐYRKJUBÆNDA í staðin fyrir álversmjónur.
Hvað er fólk svona í alvöru að hugsa í sambandi við svoleiðis? Hvað er það sem ekki er sniðugt við það fyrirkomulag? Ég sé fyrir mér garðyrkjubændur á Íslandi rækta fjöll af dýrindisgúmmelaði, þjóðin belgir sig út af spínati, tómötum, sveppum, gúrkum og papríku sem aldrei fyrr.
Sviðsett viðtal við mig eftir nokkur ár þegar hugmynd mín er orðin að veruleika:
fréttamaður: "segðu mér Ragnar, hvers vegna kaupir þú íslenskt grænmeti?"
Ragnar: " það er bara svo ódýrt! Takk ríkisstjórn Íslands og Landsvirkjun fyrir allt þetta ódýra rafmagn! Takk takk takk!"
þá getum við líka bakfært alla þessa kjánalegu verndartolla og vörugjöld. Vissuð þið að það er 10% tollur á hjólum og hjólavörum? Það er ekki sérstaklega mikið, en það má samt minnka það enn frekar finnst mér. Allra hagur að hjóla meira.
...svo rakst ég á þetta http://www.msnbc.msn.com/id/17879317/site/newsweek/, NB. ekki aprílgabb, þessi frétt er síðan í gær. Ég kýs að gabba ekki hér í dag.
Reit svo, rafurmagnaður Ragnar
Bloggar | 1.4.2007 | 09:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggar | 27.3.2007 | 20:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggar | 24.3.2007 | 11:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)