Heill þér íslands fold!

Svartsýni gærdagsinns, goróttur svefninn í nótt og gleðin í morgunsárið! Til hamingju Ísland. Það er bara að vona að þessi sigurganga haldi áfram í þingkosningunum komandi. Ég held að hvernig sem fer, þá verður Framsóknarpilsnerinn að hverfa svo við getum farið að ganga í ESB, niðurgreiða rafmagn til GARÐYRKJUBÆNDA í staðin fyrir álversmjónur.

Hvað er fólk svona í alvöru að hugsa í sambandi við svoleiðis? Hvað er það sem ekki er sniðugt við það fyrirkomulag? Ég sé fyrir mér garðyrkjubændur á Íslandi rækta fjöll af dýrindisgúmmelaði, þjóðin belgir sig út af spínati, tómötum, sveppum, gúrkum og papríku sem aldrei fyrr.

Sviðsett viðtal við mig eftir nokkur ár þegar hugmynd mín er orðin að veruleika:

fréttamaður: "segðu mér Ragnar, hvers vegna kaupir þú íslenskt grænmeti?"
Ragnar: " það er bara svo ódýrt! Takk ríkisstjórn Íslands og Landsvirkjun fyrir allt þetta ódýra rafmagn! Takk takk takk!"

þá getum við líka bakfært alla þessa kjánalegu verndartolla og vörugjöld. Vissuð þið að það er 10% tollur á hjólum og hjólavörum? Það er ekki sérstaklega mikið, en það má samt minnka það enn frekar finnst mér. Allra hagur að hjóla meira.

...svo rakst ég á þetta http://www.msnbc.msn.com/id/17879317/site/newsweek/, NB. ekki aprílgabb, þessi frétt er síðan í gær. Ég kýs að gabba ekki hér í dag.

Reit svo, rafurmagnaður Ragnar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Leifur Þorsteinsson

Maður talar nú ekki um ef Campari sullinu vær helt niður.

Annars er pilsner náttúru vænn drykkur sérlega græn HOFF.

Leifur Þorsteinsson, 1.4.2007 kl. 10:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband