Fyndnir menn á fyndna menn ofan

Ég held þetta til marks um það, hversu hjónaband ríkis og kirkju er úrelt fyrirbæri. Páskar eru ekki eitthvað sem er íslendningum ofarlega í huga þegar kemur að trú. Páskar þýða bara frí, páskaegg og skemmtanir á landsbyggðinni.

Ef þúsund íslendingar fengju spurninguna:" Hvers vegna er haldið uppá páskana og hvað gerðist á þessum dögum?" Er ég hræddur um að ekki margir gætu svarað. Einhverju yrði svarað. Vissulega. En að það væri rétt, og að atburðir væru tengdir við rétta daga, það er ég ekki svo viss um. Ég held ég þurfi að fletta þessu upp við tækifæri, en ekki núna. Ég er nefninlega í páskafríi!


mbl.is „Fáránlegt“ að úrslitakvöld Fyndnasta manns Íslands sé á föstudeginum langa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Geir Brynjólfsson

Fæstir slá þó hendinni á móti páskafríinu, jólafríinu eða helgarfríunum, en ef grundvelli þeirra, þ.e. trúnni og sambandi ríkis og kirkju er kippt úr sambandi er þá ekki hætt við að fríin sem eru afleiðingar þessa sambands fari sömu leiðina í tímans rás? Eða hvernig ætti að vera hægt að halda þessum fríum inni í fjölmenningarsamfélagi þar sem allir dagar eru jafnir fyrir lögunum?

Ragnar Geir Brynjólfsson, 4.4.2007 kl. 08:11

2 identicon

Já, ef þessir dagar skipta okkur engu máli, til hvers erum við þá með páskafrí, eigum við ekki að leggja þessa daga niður ef við erum hætt að muna afhverju við fáum frí á þessum dögum.

Sigrún (IP-tala skráð) 4.4.2007 kl. 08:12

3 identicon

Hátíðahald um páska er mun eldra en kristnin og til dæmis má nefna að Jesús og félagar hans komu til Jerúsalem einmitt til þess að taka þátt í gleðinni.  Upphaflega var þetta, og er enn í raun vorfögnuður. 

Jón (IP-tala skráð) 4.4.2007 kl. 08:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband