Það má vera að þeir birti skeleggar fréttir en hvað er með allar þessar auglýsingar? Hvers vegna þarf ég að bíða í lengri tíma eftir því að einhverjar auglýsingar, sem ég hef ekki vitundar áhuga á að sjá, hlaðist(Talandi um vandamál í nútímasamfélagi- vefsíða sem er lengi að hlaðast... ).
Þetta hefur orðið til þess að ég er svo til hættur að fara inná mbl.is til þess að sækja mér fréttir úr daglegu lífi. Ég hef snúið viðskiptum mínum til ruv.is fyrir innlendar fréttir og bara hvert sem er fyrir aðrar fréttir. Ég bara stend ekki í þessu.
Neytandinn nútímans er kollkeyrður af allskyns óþarfa, kaupið þetta kaupið hitt annars ertu ekki maður með mönnum... Ég fjárfesti í gönguskóm í gær, óþarfi? Jah... ég á götótta gönguskó sem ég keypti árið 2000, hefði svo sem geta gengið í þeim og verið í plastpoka utan um sokkana. Ég neyti, ég er neytandi og ég skammast mín ekkert fyrir það. En hversvegna ætti ég að þurfa kaupa mér tölvu einu sinni á ári, myndavél á tveggja ára fresti og bíl helst einu sinni á 3 ára fresti? Ég hef ekki átt bíl í 4 ár núna, en ég á fimm hjól og ekkert sjónvarp!
Talandi um skó. Ég keypti mér líka svona herraskó um daginn. Ég hef ekki keypt mér slíka skó í næstum 10 ár bráðum. Hversu miklu er hent? Hversu margir keyra ruslapoka af skóm í sorpu eða rauðakrossinn á hverju ári? Ég er byrgur af skóm næstu 10 árin held ég. Hversu mörgum bílum er fargað (já fargað) á hverju ári á Íslandi- það er alþekkt staðreynd að í stað þess að selja notaða bíla þá er þeim fargað. Maður græðir nefninlega meira á því að selja nýja bíla. Það má svo ræða það hvort það sé ekki betra fyrir umhverfið að keyra á nýjum bíl, en það er ekki mergurinn málsinns hér.
Þessi gengdarlausa neysla er fáránleg og undrrót bæði verðbólgu og lána-fangelsisinns sem Íslendingar búa við. Ég ætla mér að vera meðvitaður neytandi héðanífrá. Ég ætla að spara mér fyrir því sem mig langar til að kaupa mér, veri það hjól, íbúð eða matur.
Ég ætla ekki einu sinni að byrja á þessu með matvöruverð á íslandi, keypti kíló af flökuðum þorski hér í svíþjóð á 800 kall? Hvað kostar það heima, ég er ekki alveg með puttann á púlsinum þar.
reit hér rafurmagnaður Ragnar.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.