Hmm... mig hryllir við þeirri tilhugsun um verð á Íslandi þegar á hólminn er komið. Þetta er ekki bara sími. Þetta er líka tónhlaði og eins og við öll vitum (en skiljum ekki) þá kosta svokallaðir iPod spilarar hálfan handlegg vegna 0furtolla sem leggjast á þá.
iPod á norðurlöndunum kostar um 50% af því sem hann kostar hérlendis (ipod nano 4GB kostar ca. 1400 skr.- en 28.000 iskr.-)
glaaatað
![]() |
Endurbættur iPhone |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Og það meigum við þakka blóðsugunum hjá stef, sem ekki láta sér nægja þá tugi milljóna sem þeir svíkja út úr tónlistarmönnum og almenningi með tollum á allt sem flutt getur tónlist.
Sé fyrir mér að næst á dagskrá sé að rukka inn tolla af barnadóti sem getur flutt lög.
Ellert Júlíusson, 19.6.2007 kl. 12:21
Miðað við ipodinn þá ætti iphone að kosta 60.000. þús heima. Veistu hvort hægt sé að nota iphone keyptur í usa í evrópu hmmmm??
Óli Sveinbjörnss, 19.6.2007 kl. 18:17
verð alltaf jafn pirraður þegar eg er að brenna heimaverkefni á disk eða ljósmyndir sem ég hef tekið og þarf að borga stefgjöld af geisladisknum. Skildi maður eiga rétt á stefföldum frá þeim út af þessum diskum sem maður brennir eigið efni á?
gunni (IP-tala skráð) 19.6.2007 kl. 18:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.