Það er ekki tímabært að lækka áfengisverð

Ég drekk vissulega áfengi, en mér finnst tímabærar að lækka, fella niður og endurgreiða neytendum innflutningstolla og vörugjöld af matvælum síðan ESB var stofnað. Keypti ferskar kjúklingabringur í vikunni- kostaði mig álíka mikið og fullur matarpoki í Svíþjóð.

 

Ég er búsettur í Svíþjóð og við njótum góðs af því að ódýr matvæli séu flutt frá öðrum evrópulöndum. Og jú, kippa af bjór kostar um 700 kall og fer lækkandi. Ef þetta er ekki eitt það brýnasta að framkvæma þá flyt ég aldrei heim aftur. Ekki ætla ég að láta mína skatta fara í að púkka uppá einhverja bændur í verðsamráði. Pakk!


mbl.is Pólitísk samstaða um lækkun áfengisverðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ósammála þér.. lækkum áfengið, því það er bara eitt skref í þá átt sem þú í 
raun vilt fara sjálfur.. lækkun vöruverðs til jafns á við evrópu almennt.

Óskar Þorkelsson, 20.7.2007 kl. 11:39

2 identicon

Púkka upp á bændur í verðsamráði??? Bwahahahaha!

Ójá, það eru sko bændurnir sem eru að halda uppi þessu ofurverði, stóru ljótu bændurnir sem NEYÐA Haga og Kaupás til að rukka þessi verð svo þeir geti fleytt rjómann af þessu sjálfir! Meh...

Ég er ekkert hrifnari af landbúnaðarstyrkjum en þú en ef þú heldur að bændur ráði nokkru um hvað þeim er borgað þá ertu á einhverjum villigötum... Ef þeir vilja ekki selja á því verði sem stóru kaupendurnir bjóða þeim þá er þeim bara sagt að eiga sig, svo einfalt er það. Þú ert að saka mýsnar um að leika sér að köttunum =)

Morrinn (IP-tala skráð) 20.7.2007 kl. 17:01

3 Smámynd: Ragnar Fletcher Markan

Er samkeppni milli bænda? Fá bændur að selja sínar afurðir undir eigin merkjum? Þetta er kannski ekki verðsamráð come to think of it- þetta er verðkúgun! Takk fyrir ábendinguna Morrinn minn... og jú, fellum þessar álögur á áfengið sem fyrst! En er það það sem er öllum til hagsbóta? Pabbi minn drekkur ekki, Afi minn hætti fyrir 40 árum. Káfar ekkert uppá þá beinlínis... En þeir kaupa mat ofan í sig og sína.

Ragnar Fletcher Markan, 25.7.2007 kl. 10:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband