Trúleysi

Ég skráði mig úr þjóðkirkjunni í sumar, háskólinn á mína skattprósentu héðan af. Svo horfði ég á heimildarmyndina "Jesus Camp" í gær. Óþarfi að fjölyrða um trú hér, Ég er hinsvegar gáttaður á því hversu mikil áhrif trú hefur á fólk og hversu mikil heimska þrífst í heiminum.

Er ekki hámark hræsninar að afneita allri trú nema sinni eigin á grundvelli þess að "hún er sú eina rétta". Segir hver? guð?

Ég átti afmæli um daginn og fékk af því tilefni púlsmæli. Datt svo í hug að gera smá tilraun á sjálfum mér.

Ég svaf með mælinn og þetta eru niðurstöðurnar fyrir 9 tíma svefn:

púls_max= 127 slög/min
púls_meðal= 55 slög/min

Þetta finnst mér merkilegt. Þetta þýðir að hluta af nóttunni, sennilega í djúpsvefni, er púlsinn minn töluvert fyrir neðan 55 slög á mínútu. Ég giska á að 40+ slög sé nálægt neðri mörkum og það finnst mér magnað.

Reit svo- Ragnar tilraunaglaði


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband