Er engum sem finnst þetta vandamál?

Sáttur við nýja Biblíuþýðingu

Fríkirkjupresturinn í Reykjavík segir að oftar eigi að þýða Biblíuna, helst á nokkurra ára fresti. Hann saknar þess að ekki hafi verið haft samráð við fleiri kristin trúfélög við nýjustu þýðinguna.

Nokkrar deilur hafa spunnist vegna nýrrar þýðingar Biblíunnar, og sýnist sitt hverjum. Forstöðumaður Krossins sagðist særður í fréttum í gær, og telur pólitíska rétthugsun grafa undan óumbreytanlegu orði Guðs.

Í útgáfunni frá 1966 segir; ,,Villist ekki! Hvorki munu saurlífismenn, né skurðgoðadýrkendur, né hórkarlar, né mannbleyður, né mannhórar, né þjófar, né ásælnir, né drykkjumenn, né lastmálir, né ræningjar guðsríki erfa."

1981 er sama klausa svona; ,,Villist ekki! Hvorki munu saurlífismenn né skurðgoðadýrkendur, hórkarlar né kynvillingar, þjófar né ásælnir, drykkjumenn, lastmálir né ræningjar Guðs ríki erfa."

Og að lokum er í dag ritað; ,,Villist ekki! Enginn sem er saurlífur, dýrkar falsguði eða lifir í hórdómi, enginn karlmaður sem lætur nota sig eða notar aðra til ólifnaðar, enginn þjófur né fégráðugur, vínsvallari, rógberi eða fjársvikari fær að erfa Guðs ríki."

Séra Hjörtur Magni Jóhannsson fríkirkjuprestur í Reykjavík er ánægður með að í nýju þýðingunni sé mildara orðalag eins og hvað varðar jafnfrétti kynjanna. Hann tekur ekki undir gagnrýni, þeirra, sem hann kallar bókstafstrúarmenn, um að verið sé að breyta óumbreytanlegu orði Guðs.

Hjörtur Magni telur að fleiri kristin trúfélög hefðu mátt koma að þýðingunni, auk fræðimanna á sviði bókmennta, guðfræði, grísku og hebresku.

 

--tekið af www.ruv.is 22/10 2007

 

Hversu oft hefur orðalagi biblíunnar verið breytt í áranna rás? Hvernig var upprunalegi textinn, þá meina ég upprunalegi upprunalegi, þið vitið árið sem ésúmaðurinn dó?

Kíkið inná youtube och leitið að Bart Ehreman (fyrrum evangelisti og prófessor í biblíufræðum við háskólann Chappel Hill í Norður-Karólínu fylki í Bandaríkjunum- Sylgja biblíbeltisinns eins og hann segir sjálfur)

reit svo Ragnar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband