Holy moly!


Rakst á undarlegt blogg. www.tru.blog.is, as oposed to www.vantru.blog.is - datt í hug að þetta væru systur blogg. En ó ekki. Unga daman sem heldur úti blog.is er hress í það minnsta, hún er alltént í miklum vangaveltum um trú. Veit ekki hverju á að trúa, en er sérdeilis viss um að það sé guð og birtingarmynd hans er rituð í einhverja bók þarna úti. Hún vill trúa... bara einhverju... skiptir ekki mestu máli hverju, bara að það sé guð með í spilunum. Ég þori ekki að stinga uppá því við hana að taka guð út úr jöfnunni og lesa bara þessar sérdeilis prýðilegu skáldsögur að gamni.

 Ég las líka Infidel eftir Ayaan Hirsi Ali og sú bók vakti mig til umhugsunnar. Mæli hiklaust með henni fyrir fólk sem á erfitt með að ákveða hverju skal trúa, og þá sérstaklega þá sem eru að hugsa um að taka upp múslímskan sið.

 chimage

Geri skurk á klakanum yfir jólahátíðina.

Vaknar nú spurningin um hræsnarann mig, trúleysingjann sem heldur uppá jól. Ræðum það seinna.

 

 

 

 

 

 

 

Myndin er ekki sviðsett: Þessi kona mikill skörungur. Fór um bari í amríku með guðsorði (og exi) og mölvaði áfengisflöskur í byrjun síðustu aldar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband