Færsluflokkur: Bloggar

Sumarfri a enda...

Hef verid fjarri mannabyggdum i mest allt sumar vid maelistorf a vegum LMI. Kominn aftur til Svithjodar til nams, og hvad gerist... Tolvan gefur sig thegar laetin eru sem mest.

 Mikid er leidinlegt ad vera namsmadur erlendis i dag, stada kronunnar hefur, ad sogn frodra manna, aldrei verid  verri. Eg man hinsvegar thegar USD var rumar 100 kronur her um arid en tha var astandid samt betra segja their. Hvad um thad, eg borgadi fyrir ari sidan um 39000 (3970 skr.-) kronur i leigu herna, nuna er su upphaed 53595.- hvorki meira ne minna...Thad sem meira er ad tha eru sumartekjur minar ordnar gersamlega verdlausar herna megin atlantsala og harma eg thad a vissan hatt en fagna samt sem adur. Thad er nefninlega thannig ad nu geta erlendir og islendir farid ad bera saman tekjur sinar og verid a sama level-i. Eda hvad segid thid um nyutskrifadan verkfraeding i svithjod med um 28000 skr. sem gera 378.000 iskr.- ? Sanngjarnt? Njeeaa.... Islendingar komnir til Jardar? Jeeaaaa....

 Evra a dofinni segid thid?

 Reit svo, rafurmagnadur Ragnar.


Tækni og vísindi

Gríðarlegar framfarir á sviði veirufræði. Starfsmönnum Rockefeller University hefur tekist að kvikmynda myndun veira á yfirborði frumu í fyrsta skipti. Frétt hér og myndband hér

reit svo, Rafurmagnaður Ragnar


Um nýtingu umferðarmannvirkja til hjólreiða.

Þeir sem skrifa hvað mest um hag hjólreiðamanna hafa margt gott til málanna að leggja. Mér finnst hins vegar, svona utanfrá litið, að það sé ekki að komast til skila hvað þarf að gera.

 Að mínu mati og af minni reynslu af hjólreiðum í borg (Gautaborg nánar tiltekið) þá gleymist það oft í umræðunni að hjólastíga má leggja á gangstíga án þess að erfiðleikar hljótist af. Það má líka leggja hjólreiðastíga á akvegi, jafnvel eftirá, án þess að skaði hljótist af. Sú leið sem ég hjóla daglega telur tæpa 9km og á henni blandast öll umferð á einhverjum tímapunkti. 

Mér finnst líka skrítið að halda því fram að hjólreiðafólk eigi ekki samleið með annarri umferð og að það þurfi nauðsynlega að aðskilja alla.

Tökum sem dæmi leiðin um Öskjuhlíðina og meðfram ströndinni út á Seltjarnarnes. Þetta er vissulega þröngur stígur, en þar eru gangandi og hjólandi samferða án teljandi vandræða. Leiðin frá Hafnarfirði í gegnum Garðabæ og yfir á Kársnesið í Kópavog. Þar fylgjast að gangandi, hjólandi og keyrandi- en á þeirri leið bráðvantar merkingar (altént síðasta sumar þegar ég hjólaði þar).

Hjólreiðafólk þarf heldur ekki að fylgja öllum umferðaræðum- í rauninni er það ekki það sem hinn hjólandi maður kærir sig um. Það er ekki alltaf besta leiðin sem bílarnir keyra. Ég kæri mig ekki um að hjóla í nánasta nágrenni við bíl á 80 km hraða, en það skiptir mig minna máli ef hann er á 30-50 km hraða.

 Hér í Gautaborg eru hjólastígar oft lagðir um íbúðarhverfi, þar sem er lítil og/eða hæg umferð, þar sem umferðarmannvirki eru fyrir og lagningar nýrra leiða er óþörf. Það er ekkert því til fyrirstöðu að gangandi og hjólandi fólk noti sama stíg- það eins sem þarf eru merkingar, það er heldur ekkert því til fyrirstöðu (nema pólitískur vilji) að gera eitthvað í þessum málum.

 Skorum á sveitarfélög og Borgarstjórn að vinna saman að þessu, standa við ákvarðanir og viljayfirlýsingar um bætt lífsgæði!


mbl.is Akvegirnir tvöfaldaðir en hvar eru hjólreiðastígarnir?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Friðrik, betri en gos!

Ég er búinn að vera hugsa þetta lengi. Og eins og þeir segja, great minds think alike...

Já, og bíleigendur: Til hamingju með eldsneytisverðið!

Og neytendur: Til hamingju með verðhækkanirnar!

 Ég er loksinns að upplifa kreppu, að hætti námsmanna, hér í Svíþjóð. Það góða við þessa upplifun er að ég held ég fái sjálfkrafa aðra sýn á lífið. Það slæma í stöðunni er það, að ég ætla að vinna á Íslandi í sumar. Það verður strætó og hjól í vinnuna býst ég við...

 

reit svo,

Rafurmagnaður Ragnar 


mbl.is Verð í orkusölusamningum er ekki óbreytanlegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rafmagnsmisnotkun einhver?

Það finnst engum athugavert að 70% þeirrar raforku sem notuð er í landinu er niðrgreidd til stóriðju? Maður getur jú skilið að stórnotendur fái einhvern afslátt en þeir nota jú meira ein helming allrar orku sem við vinnum, eigum við hin ekkert að fá að njóta þess líka að á Íslandi sé ódýrt rafmagn?

 

Íhugaði að sækja um sumarstarf hjá Landsvirkjun  í sumar en þá kom upp siðferðisspurning. Á ég, sem finnst þetta með endalausar virkjanir ekki góð þróun að vinna hjá fyrirtækinu sem stendur fyrir þessu? Á maður að horfa framjá siðferðisspurningunni og fórna sér fyrir spennandi störf og hvenær hefur maður selt sál sína djöflinum(nú eða Landsvirkjun...)?

Er þetta heimskuleg afstaða? Fyrirtækið er jú til staðar og er ekkert á leiðinni burt, á maður að reyna breyta því innanfrá. Rafmagnið blífur hvort sem ég vinn þarna eða ekki.  

-Ragnar, Rafmagsverkfræðineminn sem var á móti rafmagni 


mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Maður lést úr ofneyslu, efnum kennt um.

Efnaður maður lést úr ofneyslu, jólum kennt um.

 Var úti í Svíþjóð yfir jólin (24-25des) og hafði skömmu fyrir jól heyrt að skuldir heimilanna á íslandi væru um 1400 miljarðar króna. Hafði orð á þessu við Móður mína og tengdamóður bróður míns og þær sögðu að það væri svipað og í Svíþjóð, svo rönkuðu þær við sér því Svíar eru jú 30 sinnum fleiri en Íslendingar.

 Meðal íslendingur skuldar því 30 sinnum meira en meðal svíi. Er þetta eðlilegt? Maður og Kona sem ég þekki persónulega keyptu sér 1Ha lóð rétt fyrir austan Selfoss á 3miljónir og bróður sömu konu keypti sér nokkurhundruð fm lóð í kópavogi á 15 miljónir. Það er ekki það gott að búa í Kópavogi, sama hvað Gunnar I. Birgisson segir, að það þurfi að punga út 15 miljónum fyrir lóð í því sóttabæli. 

Mér satt að segja blöskrar sú efnishyggja sem svífur yfir vötnum hér í höfuðborginni. Ég álpaðist í smáralindina til þess að kaupa afmælisgjöf í dag og það virtist vera almenn sturlun í augunum á fólki, kaupgeðveiki og neyslubrjálæði hvarvetna- og svo fannst mér eins og fólk væri almennt feitara en mig minnti...

 Hefur einhver tekið eftir þessu sama eða þarf bara að eyða svona eins og 4 mánuðum í landi þar sem almenningssamgöngur eru að sligast undan álagi og second-hand búðir eru með vinsælli verslunum, þar sem kolaportsmarkaðir á netinu velta sem aldrei fyrr og bílprófsaldurinn er ekki ávísun á ökuskirteini?

Þar sem ég er í námi mætti nokkur hópur galvaskra íslendinga í haust og þótti þeim skrítið að nýútskrifaður verkfræðingur fengi "aðeins" um 250þúsund í byrjunarlaun eftir útskrift. Væri ekki nær að athuga skiptingu launanna og hvernig þau nýtast, í stað þess að vera slást um hver er með flesta hundrað þúsundkalla í laun. NB. kennari í sama landi er með um 200þús á mánuði, hvernig væri ástand ef kennarar á íslandi gætu farið fram á sambærileg laun og verkfræðingur, segjum 350þúsund á mánuði strax eftir ústkrift? Allir kennarar væru að vinna í bönkum býst ég við...(hér eru svo Launatöflur frá KÍ).

 Rafurmagnað alveg hreint


Holy moly!


Rakst á undarlegt blogg. www.tru.blog.is, as oposed to www.vantru.blog.is - datt í hug að þetta væru systur blogg. En ó ekki. Unga daman sem heldur úti blog.is er hress í það minnsta, hún er alltént í miklum vangaveltum um trú. Veit ekki hverju á að trúa, en er sérdeilis viss um að það sé guð og birtingarmynd hans er rituð í einhverja bók þarna úti. Hún vill trúa... bara einhverju... skiptir ekki mestu máli hverju, bara að það sé guð með í spilunum. Ég þori ekki að stinga uppá því við hana að taka guð út úr jöfnunni og lesa bara þessar sérdeilis prýðilegu skáldsögur að gamni.

 Ég las líka Infidel eftir Ayaan Hirsi Ali og sú bók vakti mig til umhugsunnar. Mæli hiklaust með henni fyrir fólk sem á erfitt með að ákveða hverju skal trúa, og þá sérstaklega þá sem eru að hugsa um að taka upp múslímskan sið.

 chimage

Geri skurk á klakanum yfir jólahátíðina.

Vaknar nú spurningin um hræsnarann mig, trúleysingjann sem heldur uppá jól. Ræðum það seinna.

 

 

 

 

 

 

 

Myndin er ekki sviðsett: Þessi kona mikill skörungur. Fór um bari í amríku með guðsorði (og exi) og mölvaði áfengisflöskur í byrjun síðustu aldar. 


Aftonbladet er æsifréttablað og ber ekki að taka alvarlega

Þeir hafa eflaust frétt af einu tilviki- jafnvel að eigin starfsmaður hafi kannski "þurft" að senda veikt barn á leikskólann af því að það er svo "mikið að gera" í vinnunni. Aftobladet er álíka góð uppspretta marktækra frétta og séð og heyrt á Íslandi.

En það er náttúrulega mjög leiðinlegt þegar börn eru bara stöðutákn sem fá ekki þá væntumþykju sem þau þurfa á að halda. 

Er svo erfitt að balansera fjölskyldu og starfsframa? Hlýtur að vera góð diffurjafna við þessu vandamáli einhversstaðar...


mbl.is Veik börn send í leikskólann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nútíminn lifi!

Frétti af nýrri plötu Foo Fighters í gær, skellti mér á netið, sótti plötuna. Skellti mér svo áfram á www.foofighters.com og keypti gripinn á vinyl og á geisladisk og borgaði fyrir 2490 isk- fyrir bæði disk og plötu, með sendingarkostnaði (vaknar nú spurningin um álagningu á íslandi...). Þetta er nútíminn og ég er ánægður með þetta fyrirkomulag, sérstaklega ef tónsmiðir fá meira í sinn vasa fyrir vikið.

Það er líka athyglivert að diskurinn með Mugison kostar 1799 isk.-(án afritunarvarnar) á heimasíðu fyrrnefnds, sé ekki að hann sé til sölu í netverslun Skífunnar en á tonlist.is er hann á 1299 isk.- (sennilega með afritunarvörn...).

--- leiðrétting--- diskurinn á tonlist er einungis niðurhal,  á mugison.com er plata+niðurhal á 1799 einungis niðurhal kostar litlar 999kr.-  

Og fyrrnefnd tilraun(sjá síðustu færslu) er enn í gangi, hef ekki fengið neina bæn ennþá og ekki orðið var við það að fólk sé að hugsa mikið til mín...nema að það sé það sem orsaki höfuðverkin sem ég er með akkúrat núna.

 reit svo, jRag

  


mbl.is Neytendum tónlistar treystandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Iampraying4you

Jæja, tilraun í gangi. Ég benti á lítið forrit í síðustu færslu og af því að forvitni mín á sér engin takmörk sótti ég það sjálfur.

 Ég hyggst á komandi vikum biðja fólk um bænir vegna þess að ég er trúlaus og kemst ekki til himna (ekki það að ég held að það gerist hvort sem er en hvað um það...), að mér gangi vel í prófunum eða eitthvað sem er ekki of absúrd til þess að það komist upp um mig (fólk getur tilkynnt misnotkun). Ef ég tek trú alltíeinu,  fæ 10 í öllum prófum eða losna við þá líkamlegu sjúkdóma sem hrjá mig (fótsveppur...) án þess að lyfta fingri þá sannfærist ég.

Það er kannski pínulítil bjartsýni að ætla sér 10 í prófi án þess að líta í bók en þið skiljið hvað ég er að fara...

 hefst nú tilraunin.

Fyrsta bæn: Please pray for me because I doubt the existance of God because science tells me he does not exist. Please help me.

Ég fæ svo mail þegar ég fæ bæn

 spennóspennó!

 ps: Geri mér klárlega grein fyrir því að ég er að brjóta gegn pólisíunni þeirra...

Basic Policy:

1 - *I am praying 4 you* is a community of praying Christians. We expect the user to behave in an appropriate manner.
2 - We define a *Christian* as anyone who believes in the Holy Bible, God, Jesus Christ, and the Holy Spirit.
3 - The membership in *I am praying 4 you* is a privilege and not a right.
4 - *I am praying 4 you* has the right to audit, accept, and reject any membership.
5 - *I am praying 4 you* does not claim that being part of this community makes you or anyone closer to God's grace and mercy.
6 - *I am praying 4 you* does not claim and is not responsible for the answer or lack thereof of your prayer request. *I am praying 4 you* is only a digital media to allow people to make their requests public to the community.
7 - *I am praying 4 you* does not give a warranty that the person who clicks on the button [I am praying 4 you] has in fact prayed.
8 - You are allowed to send any amount of personal prayer requests you want.
9 - Make punctual personal requests which are according to your immediate need.
10 - Avoid including repetitive requests and generally known requests (i.e for world peace).
11 - Be polite and friendly in the way you express your request.
12 - Do not include personal names, emails, telephone numbers, addresses, credit-card numbers, ID numbers, passwords, or anything confidential to you or anyone else.
13 - Do not use the prayer request to make social, political, commercial, or religious advertisement. Any person who does this will be blocked and reported to the email service provider.
14 - Remember that people can report you if your requests have offensive content. Your request will be blocked, you will be contacted, you may lose the privilege of being part of this community, and you may be reported to your email service provider.
15 - We promise to use your email account only to inform you about new releases and system changes.
16 - *I am praying 4 you* has the right to modify this policy independently.
Thank you for your support

 

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband